Upplýsingar

Söluaðilar

A/F Rekstraraðili annast sölu og markaðssetningu sjóðsins A/F Vaxtabréf hs.
Jafnframt hefur A/F Rekstraraðili samið við Arctica Finance hf., kt. 540509-1820, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík um að vera söluaðili sjóðsins.

Beiðnir um kaup eða innlausnir vegna hlutdeildarskírteina skulu berast A/F Rekstraraðila eða söluaðila fyrir kl. 13:00, á viðskiptadegi og ber að afgreiða tveimur viðskiptadögum síðar (T+2). Berist pöntun eftir kl. 13:00 er hún afgreidd á næsta viðskiptadegi.

Viðskiptavinir geta séð eign sína í sjóðnum í netbankanum sínum ef viðkomandi banki er valinn sem vörsluaðili hlutdeildarskírteinanna. 

Söluaðilar:
A/F Rekstraraðili hf.
Netfang: [email protected]

Arctica Finance hf.
Netfang:  [email protected]