Sjóðurinn A/F STILLA slhf. var stofnaður árið 2021 og gilda lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020 um starfsemi þess, sem og lög nr. 2/1995, um hlutafélög. A/F GP STILLA ehf. er ábyrgðaraðili sjóðsins.
Vörsluaðili sjóðsins er T Plús hf., www.tplus.is. Um hlutverk og skyldur vörsluaðila er fjallað í IV. kafla laga um sérhæfða sjóði.
Kaup og innlausn hluta skulu fara fram samkvæmt reglum sjóðsins, sem m.a. felur í sér að heimilt er að eiga viðskipti með hluti einu sinni í mánuði.
Nánari upplýsingar um sjóðinn veitir sjóðstjóri sjóðsins, Vanesa Hoti, tölvupóstur [email protected], sími 513 3300