Almennir fjárfestar

Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði, sveitarfélögum, opinberum stofnunum, fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum.
Að auki hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í íslenskum innlánum fjármálafyrirtækja og öðrum peningamarkaðsgerningum.

Fjárfestingarheimildir sjóðsins takmarkast við sundurliðun fjárfestinga samkvæmt neðangreindri töflu með tilgreindum vikmörkum (lágmark og hámark) og ákvæði laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.

  Lágmark  Hámark 
Peningamarkaðsgerningar og innlán fjármálafyrirtækja  0%  50% 
Sértryggð skuldabréf  0%  50% 
Skuldabréf og víxlar með ábyrgð ríkissjóðs Íslands  25%  100% 
Önnur skráð skuldabréf 0%  50% 
   Önnur skuldabréf fjármálafyrirtækja  0%  30% 
   Skuldabréf sveitarfélaga og opinberra stofnana og fyrirtækja  0%  30% 
   Skuldabréf og víxlar fyrirtækja  0%  20% 


Sjóðnum er óheimilt að beita vogun og er ekki heimilt að fjárfesta í afleiðum, hvorki í því skyni að lágmarka áhættu né sem lið í fjárfestingarstefnu.
Nánari upplýsingar um fjárfestingaheimildir er að finna í reglum og útboðslýsingu sjóðsins.