Sjóðir fyrir almenna fjárfesta
A/F Vaxtabréf hs. er sjóður sem fjárfestir í skuldabréfum í íslenskum krónum. Helstu eignir sjóðsins eru ríkisskuldabréf og sértryggð skuldabréf bankanna.
Sjóðstjóri A/F Vaxtabréfa hs. beitir virkri eignastýringu við fjárfestingar, sem felst í því greina markaðsaðstæður og yfir eða undirvigta eignaflokka og verðbréfaflokka innan þeirra heimilda sem fjárfestingarstefna kveður á um og nýta þau tækifæri sem talið er að skili bestu ávöxtun á hverjum tíma.
Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta hafa rýmri fjárfestingaheimildir en verðbréfasjóðir, sem getur falið í sér að sveiflur í ávöxtun eru meiri en í verðbréfasjóðum.