Fréttir

Fréttir

Fyrirsagnalisti

21. maí 2024 : A/F Vaxtabréf hs. á Keldan.is

Skuldabréfasjóðurinn A/F Vaxtabréf sem stofnaður var 4. janúar sl. er nú orðinn 1,7 ma.kr. og hefur hækkað um 3,9%.

27. desember 2023 : Nýr skuldabréfasjóður

A/F Vaxtabréf hs. er nýr sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta sem fjárfestir í skuldabréfum í íslenskum krónum. Sjóðstjóri sjóðsins er Valdimar Ármann, hagfræðingur. Sjóðstjóri greinir markaðsaðstæður og beitir virkri stýringu með því að yfir- eða undirvigta verðbréfaflokka innan þeirra heimilda sem fjárfestingarstefna kveður á um og nýta þannig þau tækifæri sem talið er að skili bestu ávöxtun á hverjum tíma.

Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði, sveitarfélögum, opinberum stofnunum, fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum. 
Meira...

21. nóvember 2023 : Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitir A/F Rekstraraðila hf. starfsleyfi

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt A/F Rekstraraðila hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Starfsleyfið tekur til eignastýringar sjóða og áhættustýringar sjóða, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og þeirra verkefna sem tiltekin eru í 2. mgr. 9. gr. laganna.

 

1. júlí 2023 : Þórir Örn Ingólfsson ráðinn áhættustjóri

Þórir Örn Ingólfsson hefur verið ráðinn áhættustjóri A/F Rekstraraðila hf. og sjóða í rekstri. Þórir starfaði sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Williams & Halls frá 2020-2023 og sem framkvæmdastjóri Calco Consulting frá 2010. Þórir var Yfirmaður áhættustýringar Landsbankans hf. árin 2008-2010 og Forstöðumaður áhættustýringar hjá Landsbanka Íslands hf. á árunum 1998-2008. Þórir lauk C.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og M.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet árið 1997 og hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.