Fyrirvari
A/F Vaxtabréf hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta og hlutdeildarsjóður sem starfræktur er í samræmi við ákvæði laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, sbr. einkum IX. og X. kafla þeirra laga. Sjóðurinn hefur eingöngu heimild til markaðssetningar á Íslandi.
Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum A/F Vaxtabréfa hs. er á ábyrgð hvers fjárfestis fyrir sig. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér efni útboðslýsingar sjóðsins af kostgæfni, sem og reglur hans. Fjárfestingarheimildir sérhæfðra sjóða eru rýmri og geta sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta því verið áhættusamari en verðbréfasjóðir. Fjárfestar verða að treysta eigin dómgreind vegna fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum sjóðsins með tilliti til væntinga um ávöxtun, eigin aðstæðna, ytri aðstæðna og áhættu sem í fjárfestingunni felst.
Engin trygging er fyrir því að nokkrar af þeim spám eða fyrirætlunum sem lýst kann að vera gangi eftir. Sérhver yfirlýsing sem vísar til áætlaðrar eða væntrar framtíðarafkomu eða starfsemi, byggir á núverandi upplýsingum og gögnum. Framtíðarspár og fyrirætlanir eru ávallt háðar ýmsum áhættum og óvissuþáttum sem gætu leitt til verulega breyttra niðurstaðna er aftur gæti leitt til umtalsverðra áhrifa á útkomu og fjárhagslega afkomu. Öllum spám og fyrirætlunum ber því að taka með fyrirvara og skal á engan hátt skoða sem loforð um árangur eða ávöxtun.
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð.
Áhætta fylgir fjárfestingum í fjármálagerningum þar sem gengi þeirra getur sveiflast, lækkað jafnt sem hækkað. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér vel áhættur tengdum fjármálagerningum sem nálgast má á heimasíðu A/F Rekstraraðila.