Sérhæfðir sjóðir

Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í fjármálagerningum sem teknir hafa verið til viðskipta á Íslandi eða skráðir á markaðstorg fjármálagerninga (MTF) á Íslandi,  í báðum tilvikum með viðskiptavakt. 

Sjóðurinn hefur heimild til vogunar,  s.s. með lántöku eða afleiðum (þ.m.t. valréttum, framvirkum samningum, skiptasamningum og samningum um skortsölu og gnóttstöðu, skráðum eða óskráðum), ef undirliggjandi fjármálagerningar falla að öðru leyti undir fjárfestingarstefnu sjóðsins.