Um A/F Rekstraraðila

Stjórn

Stjórn A/F Rekstraraðila hf. hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins. Stjórnin mótar almenna stefnu og sér um að eignastýring sjóða og áhættustýring fari að reglum. Stjórn skal skipuð þremur manneskjum sem kjörnar eru á aðalfundi, sem skulu uppfylla hæfisskilyrði laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í stjórn A/F Rekstraraðila eru:

 

Bjarni Þórður Bjarnason
Stjórnarformaður
Bjarni Þórður Bjarnason, er aðstoðarframkvæmdastjóri Arctica Finance. Frá júní 2003 til október 2008 var Bjarni forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Fyrir þann tíma var Bjarni aðstoðarforstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans og þar áður í samskonar stöðu hjá Gildingu fjárfestingarsjóði. Bjarni var fyrir þetta sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Bjarni er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Southern Methodist University í Bandaríkjunum.
Helga Gregor Gunnarsdóttir
Viðskiptafræðingur hjá Marel
Helga Gregor Gunnarsdóttir, hefur verið starfsmaður stjórnar Marel hf. frá árinu 2020, en á árunum 2019-2020 gegndi hún stöðu verkefnastjóra skráningar hjá Marel hf. Frá árinu 1999 til ársins 2003 starfaði Helga sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Búnaðarbankans hf. og síðar Kaupþings Búnaðarbanka hf. og síðan sem  sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. frá árinu 2003 til 2019. Helga er viðskiptafræðingur, Cand.oecon, frá Háskóla Íslands af Fjármálasviði og Stjórnunarsviði. Helga hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Hannes J. Hafstein
Lögmaður hjá Pacta lögmönnum
Hannes J. Hafstein er lögmaður hjá Pacta lögmönnum. Hannes gegndi stöðu Forstöðumanns lögfræðiráðgjafar hjá Landsbanka Íslands hf. Hannes nam lögfræði og lauk Cand. Jur frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann hefur lokið Master of Laws (LL.M.) frá London School of Economics and Political Science og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2001. Hannes hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum bæði á Íslandi og Bretlandi.