Nýir viðskiptavinir
Rekstraraðilum sérhæfðra sjóða, líkt og fjármálafyrirtækjum, ber að framkvæma áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis á viðskiptavinum. Einnig ber að flokka þá sem almenna fjárfesta, fagfjárfesta eða viðurkennda gagnaðila.
Starfsmenn A/F Rekstraraðila afla upplýsinga við upphaf viðskipta og reglulega á meðan viðskiptasambandi stendur.
Meðal gagna sem afhenda ber eru upplýsingar um eignir og uppruna þeirra, staðfest ljósrit af persónuskilríkjum (eða rafræn skilríki) og í tilviki eignarhaldsfélaga og fyrirtækja þarf að auki að skila upplýsingum um framkvæmdastjóra, prókúruhafa, sem og hverjir eru raunverulegir eigendur í skilningi laga.
Til að eiga viðskipti með sjóði A/F Rekstraraðila eða fá frekari upplýsingar skal senda tölvupóst á sjóðstjóra sjóðanna eða [email protected]