Um A/F Rekstraraðila

Skipulag

Stjórn A/F Rekstraraðila hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Stjórnin mótar almenna stefnu félagsins og sér um að rekstur, eignastýring sjóða og áhættustýring fari að reglum.

A/F Rekstraraðili rekur annars vegar sérhæfða sjóði sem standa fagfjárfestum til boða og hins vegar sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta. 

Framkvæmdastjóri A/F Rekstraraðila er Friðrik Magnússon.

Endurskoðandi A/F Rekstraraðila og sjóða í rekstri félagsins er Deloitte ehf., Gunnar Þorvarðarson.