Um A/F Rekstraraðila

Um A/F Rekstraraðila

Árið 2021 stofnaði Arctica Finance hf. félagið A/F Rekstraraðila hf. sem hóf rekstur á sjóðum sama ár.

A/F Rekstraraðili hefur fengið starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og starfar undir eftirliti þess. Um starfsemi A/F Rekstraraðila gilda lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.

A/F Rekstraraðili fer með stjórn og stýrir daglegum rekstri sjóða. Þannig ber félagið ábyrgð á rekstri sjóða og kemur fram fyrir hönd sjóða, í samræmi við reglur sjóðanna. A/F Rekstraraðili er ábyrgt fyrir því að sjóðirnir fari að lögum.

A/F Rekstraraðili varð dótturfélag Arctica Eignarhaldsfélags ehf. í árslok 2023.

 

A/F Rekstraraðili hf.
Katrínartúni 2, 15. hæð
105 Reykjavík
Sími 513-3311

Kennitala: 660121-1370
Tölvupóstur: [email protected]